Monday, January 5

NÝTT ÁR ! HVAÐ BER FRAMTÍÐIN Í SKAUTI SÉR?


Já hvað ber hún í skauti sér ? það veit enginn nema Guð almáttugur ! Ég kvíði ekki þessu ári þó að margt muni óneitanlega verða öðruvísi t.d. þurfum við öll að herða sultarólina eitthvað. En ég held að það sé engum til tjóns að minnka aðeins neysluna . Ég ætla til dæmis að minnka fituna og stirðleikann sem ég hef verið að safna á mig á undaförnum mánuðum . Það er bara ein leið sem ég kann við því , það er að borða minna og hreyfa sig meira , tími til kominn að fara að hreyfa sig og enga leti meir (hef ekki æft síðan síðastliðinn júní og líkaminn farinn að kalla á einhverja hreyfingu. ) Hvernig getur maður gleymt því hvað manni líður vel þegar líkaminn er í góðri æfingu þetta er bara pjúra leti í manni.

No comments: