Saturday, November 15


Sálm 91:9-16-9- Þitt hæli er Drottinn, þú hefir gjört Hinn hæsta að athvarfi þínu. -10- Engin ógæfa hendir þig, og engin plága nálgast tjald þitt. -11- Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum. -12- Þeir munu bera þig á höndum sér, til þess að þú steytir ekki fót þinn við steini. -13- Þú skalt stíga ofan á höggorma og nöðrur, troða fótum ljón og dreka. -14- Af því að hann leggur ást á mig, mun ég frelsa hann, ég bjarga honum, af því að hann þekkir nafn mitt. -15- Ákalli hann mig, mun ég bænheyra hann, ég er hjá honum í neyðinni, ég frelsa hann og gjöri hann vegsamlegan. -16- Ég metta hann með fjöld lífdaga og læt hann sjá hjálpræði mitt.

No comments: