Tuesday, March 17

FÖNDURDAGUR

Í dag og í gær var ég að prófa mig áfram í stenslagerð viða að mér allskonar upplýsingum um það hvernig búa á til stensla og það voru allskonar upplýsingar á netinu um þetta, en ég sá fljótt að mig vantaði fullt af verkfærum til að geta gert þetta almenniglega verð að komast í bæinn og kaupa þessar græjur við fyrsta tækifæri.
En ég er líka svolítið bráðlát og óþolinmóð og langaði að prufa þetta strax og þá er ekki annað fyrir mig en að gera þetta fríhendis sem ég og gerði og ég er líka áhugaljósmyndari og tók myndir af afrakstrinum en þetta eru bara prufur af vonandi miklu stabílari línum í framtíðinni þegar ég er komin með almennilegar græjur í þetta.

No comments: