Posts

Showing posts from November 19, 2008

Ljós í myrkri

Image
Fallegur aðventukrans til að hengja á útidyrahurðina eða bara á einhvern áberandi stað. Gerðu andrúmsloftið á heimili þínu ilmandi af hlýlegri hugulsemi. Á heimilinu á að birtast hinn hreinasti og háleitasti kærleikur. Á hverjum degi ætti með þolgæði að hlúa að friði, samræmi, kærleika og hamingju, þar til þessir dýrmætu þættir búa í hjörtum þeirra sem fjölskylduna mynda. Ástæða þess, að í heiminum eru svo margir harðbrjósta menn og konur nú á dögum, er sú, að litið hefur verið á sannan kærleika sem veikleika og haldið hefur verið aftur af honum og hann bældur niður. Betri eðlisþáttum þeirra, sem þennan hóp skipa, hefur í bernsku verið spillt og ekki náð að þroskast. Hamingja slíkra er grafin að eilífu, nema geislar guðlegs ljóss fái brætt kulda þeirra og eigingirni. Ef við viljum eiga hlýtt hjarta, eins og Jesús átti, þegar hann var hér á jörðinni, og helgaða samúð, eins og englarnir hafa með syndugum, dauðlegum mönnum, verðum við að rækta með okkur hugarfar bernskuáranna, sem er ein...