Posts

Showing posts from November, 2008

HAMINGJUSAMASTA FÓLK VERALDAR

Image
Sálm 144:15-15 -15- Sæl er sú þjóð, sem svo er ástatt fyrir, sæl er sú þjóð, sem á Drottin að Guði. Ef þið viljið finna hamingju og frið í öllu, sem þið gjörið, verðið þið ávallt að hafa dýrð Guðs í huga. Viljið þið hafa frið í hjarta, verðið þið af einlægni að leitast við að líkja eftir lífi Krists. Þá verður ekki þörf fyrir neina uppgerðar glaðværð eða að leita skemmtana til að næra hroka og hégóma heimsins. Við það að gjöra rétt munuð þið eiga rósemi og hamingju, sem þið munuð aldrei eignast á vegi ranglætisins. Jesús íklæddist mannlegu eðli, lifði bernsku, æsku og unglingsár, svo að hann gæti sett sig í spor allra og gefið öllum börnum og æskufólki eftirdæmi. Hann þekkir freistingar og veikleika barna. Hann hefur í kærleika sínum opnað lind ánægju og gleði þeirri sál,sem treystir honum . Með því að leitast við að heiðra Krist og fylgja fordæmi hans, geta börn og æskufólk verið sannarlega hamigjusöm. Þau geta fundið til ábyrgðar sinnar varðandi það að starfa með kristi að hinu mikla...

Dagurinn styttist

Image
Birtan er svo falleg en varir stutt ! Verum varkár þegar við látum kertaljósið lýsa okkur við eigum það til að gleyma þeim og setja þau of nálægt gardínum og þessháttar hlutum. Verum varkár þegar við kveikjum á kertunum.

Ljós í myrkri

Image
Þessi fallega litla kirkja sem stendur þarna á borðinu er komin til ára sinna en það fylgir henni svo góð minning og svo spilar hún svo fallegt jólalag ! Og svo aðventuljósin í Gluggunum þau eru alveg nauðsynleg í myrkrinu sem umlykur allt um þessar mundir. Fallegur blómvöndur sem Óli maðurinn minn færði mér á afmælisdeginum mínum 25.nóv. Syngjandi börn - mikil jólastemming - Keypti þetta hjá Amisfólki þegar ég var í Ameríku.

Ljós í myrkri

Image
Fallegur aðventukrans til að hengja á útidyrahurðina eða bara á einhvern áberandi stað. Gerðu andrúmsloftið á heimili þínu ilmandi af hlýlegri hugulsemi. Á heimilinu á að birtast hinn hreinasti og háleitasti kærleikur. Á hverjum degi ætti með þolgæði að hlúa að friði, samræmi, kærleika og hamingju, þar til þessir dýrmætu þættir búa í hjörtum þeirra sem fjölskylduna mynda. Ástæða þess, að í heiminum eru svo margir harðbrjósta menn og konur nú á dögum, er sú, að litið hefur verið á sannan kærleika sem veikleika og haldið hefur verið aftur af honum og hann bældur niður. Betri eðlisþáttum þeirra, sem þennan hóp skipa, hefur í bernsku verið spillt og ekki náð að þroskast. Hamingja slíkra er grafin að eilífu, nema geislar guðlegs ljóss fái brætt kulda þeirra og eigingirni. Ef við viljum eiga hlýtt hjarta, eins og Jesús átti, þegar hann var hér á jörðinni, og helgaða samúð, eins og englarnir hafa með syndugum, dauðlegum mönnum, verðum við að rækta með okkur hugarfar bernskuáranna, sem er ein...
Image
Sálm 91:9-16-9- Þitt hæli er Drottinn, þú hefir gjört Hinn hæsta að athvarfi þínu. -10- Engin ógæfa hendir þig, og engin plága nálgast tjald þitt. -11- Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum. -12- Þeir munu bera þig á höndum sér, til þess að þú steytir ekki fót þinn við steini. -13- Þú skalt stíga ofan á höggorma og nöðrur, troða fótum ljón og dreka. -14- Af því að hann leggur ást á mig, mun ég frelsa hann, ég bjarga honum, af því að hann þekkir nafn mitt. -15- Ákalli hann mig, mun ég bænheyra hann, ég er hjá honum í neyðinni, ég frelsa hann og gjöri hann vegsamlegan. -16- Ég metta hann með fjöld lífdaga og læt hann sjá hjálpræði mitt.
Image
Post 7:49 Himinninn er hásæti mitt og jörðin skör fóta minna. Hvaða hús munuð þér reisa mér, segir Drottinn, eða hver er hvíldarstaður minn?