Saturday, November 29

HAMINGJUSAMASTA FÓLK VERALDAR
Sálm 144:15-15
-15- Sæl er sú þjóð, sem svo er ástatt fyrir, sæl er sú þjóð, sem á Drottin að Guði.


Ef þið viljið finna hamingju og frið í öllu, sem þið gjörið, verðið þið ávallt að hafa dýrð Guðs í huga. Viljið þið hafa frið í hjarta, verðið þið af einlægni að leitast við að líkja eftir lífi Krists. Þá verður ekki þörf fyrir neina uppgerðar glaðværð eða að leita skemmtana til að næra hroka og hégóma heimsins. Við það að gjöra rétt munuð þið eiga rósemi og hamingju, sem þið munuð aldrei eignast á vegi ranglætisins. Jesús íklæddist mannlegu eðli, lifði bernsku, æsku og unglingsár, svo að hann gæti sett sig í spor allra og gefið öllum börnum og æskufólki eftirdæmi. Hann þekkir freistingar og veikleika barna. Hann hefur í kærleika sínum opnað lind ánægju og gleði þeirri sál,sem treystir honum . Með því að leitast við að heiðra Krist og fylgja fordæmi hans, geta börn og æskufólk verið sannarlega hamigjusöm. Þau geta fundið til ábyrgðar sinnar varðandi það að starfa með kristi að hinu mikla áformi að frlesa sálir.

Finni ungmennin til ábyrgðar sinnar gagnvart Guði, munu þau vera hafin upp yfir allt það sem er smásálarlegt, eigingjarnt og saurugt. Slíkum mun lífið hafa mikið gildi. Þau munu skynja, að þau hafa eitthvað mikið og dýrðlegt að lifa fyrir. Þetta mun hafa þau áhrif á æskuna að gera hana einlæga, glaðværa og sterka undir öllum byrðum, vonbrigðum og erfiðleikum lífsins eins og hið guðlega fordæmi hennar var...... Ég sárbið ykkur að temja ykkur ábyrgð gagnvart Guði. Vitundin um að þið séuð að gera það sem Guði er þóknanlegt, gerir ykkur styrk í mætti hans. Og með því að líkja eftir fyrirmyndinni, getið þið eins og hann, vaxið að visku og náð hjá Guði og mönnum. Þeir, sem í öllum greinum hafa Guð fremstan, síðastan og bestan, eru hamingjusamstir allra í heiminum.
Úr bókinni Daglegt Líf

No comments: