Wednesday, November 19

Ljós í myrkri

Fallegur aðventukrans til að hengja á útidyrahurðina eða bara á einhvern áberandi stað.
Gerðu andrúmsloftið á heimili þínu ilmandi af hlýlegri hugulsemi.

Á heimilinu á að birtast hinn hreinasti og háleitasti kærleikur. Á hverjum degi ætti með þolgæði að hlúa að friði, samræmi, kærleika og hamingju, þar til þessir dýrmætu þættir búa í hjörtum þeirra sem fjölskylduna mynda. Ástæða þess, að í heiminum eru svo margir harðbrjósta menn og konur nú á dögum, er sú, að litið hefur verið á sannan kærleika sem veikleika og haldið hefur verið aftur af honum og hann bældur niður. Betri eðlisþáttum þeirra, sem þennan hóp skipa, hefur í bernsku verið spillt og ekki náð að þroskast. Hamingja slíkra er grafin að eilífu, nema geislar guðlegs ljóss fái brætt kulda þeirra og eigingirni. Ef við viljum eiga hlýtt hjarta, eins og Jesús átti, þegar hann var hér á jörðinni, og helgaða samúð, eins og englarnir hafa með syndugum, dauðlegum mönnum, verðum við að rækta með okkur hugarfar bernskuáranna, sem er einfaldleikinn sjálfur.

Hrósið börnum ykkar hvenær sem þið getið. Gerið líf þeirra eins hamingjusamt og hægt er....Haldið jarðvegi hjartans lausum og mjúkum með því að sýna kærleika og ástúð og búa þau þannig undir sáðkorn sannleikans.... Drottinn gefur jörðinni ekki aðeins ský og regn, heldur einnig fallegt og skínandi sólarljós, sem kemur fræinu til að spíra og blómunum til að koma í ljós.
Viðurkenning í augnaráði,hvatningarorð eða hrós verður eins og sólskin í hjarta þeirra og gerir þeim oft allan daginn bjartan. Hamingja eiginmanns og barna ætti að vera hverri eiginkonu og móður helgari en hamingja allra annarra.

Úr bókinni Daglegt Líf - frábær viskubrunnur enda styðst höfundurinn Ellen G. White við Biblíuna í öllu sem hún skrifar.No comments: