Sunday, January 18

JANÚARMÁNUÐUR´09

Ég fæ alltaf öðru hvoru löngun til að mála og núna er ég komin í smá stuð og byrjaði á að mála brim sem ég hef aldrei prófað að mála fyrr en núna. Ég er ekki búin með myndina. Leifi ykkur að fylgjast með hvernig mér gengur með brimið.
Mynd eftir Óla Friðrik sonarson minn sem er frábær listamaður, hann gaf okkur afa þessa mynd í jólagjöf ´09. Það skemmtilega við þessa mynda er að þetta eru fiskarnir í tjörninni hérna hjá okkur í Ásborgum.


No comments: