Posts

Showing posts from January, 2009

MAGIC - TÖFRAR

Image
Ég gat ekki setið inni með þetta útsýni hér fyrir utan dyrnar hjá mér svo ég tók myndavélina og skrapp útfyrir og tók þessar myndir....... að vera fljótur og smella af ............ ...og ná töfrunum sem birtast Þetta er svo skemmtilegt myndefni og það breytist á mínútufresti svo það er eins gott ef maður vill ná góðu mómenti.................... og svo er alltaf gaman að taka nærmyndir af trjágreinum ... ..og fuglahúsum ....

Mjallhvítur snjór!

Image

SNJÓR - SNJÓR - SNJÓR

Image
Það er svo fallegt að líta út um gluggana allt svo fallega blátt !

Málað í Boðunarkirkjunni

Image
Ég er hér að mála engla og ritningavers á veggi kirkjunnar minnar (Vorið 2007) þ.e. Boðunarkirkjunnar ég fékk góða hjálp hjá henni Þórdísi trúsystur minni . Ritningaversið sem ég málaði hægra megin er þetta: Sálm 23:2 Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. -2- Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta......... Vinstra megin þar sem skírnarlaugin okkar er ,málaði ég þetta ritningavers: Post 22:16 Hvað dvelur þig nú? Rís upp, ákalla nafn hans og lát skírast og laugast af syndum þínum. Hérna sést hvernig þetta kemur út !

JANÚARMÁNUÐUR´09

Image
Ég fæ alltaf öðru hvoru löngun til að mála og núna er ég komin í smá stuð og byrjaði á að mála brim sem ég hef aldrei prófað að mála fyrr en núna. Ég er ekki búin með myndina. Leifi ykkur að fylgjast með hvernig mér gengur með brimið. Mynd eftir Óla Friðrik sonarson minn sem er frábær listamaður, hann gaf okkur afa þessa mynd í jólagjöf ´09. Það skemmtilega við þessa mynda er að þetta eru fiskarnir í tjörninni hérna hjá okkur í Ásborgum.

Pilates Æfingar

Pilates æfingr eru mjög góðar og reyna á allann líkamann t.d. eins og þessar sem eru sýndar hér á þessu videói . Prófið þetta bara 10.mín á dag!

Pilates Æfingar

Amazing Facts - Christian Media Ministry

Amazing Facts - Christian Media Ministry

NÝTT ÁR ! HVAÐ BER FRAMTÍÐIN Í SKAUTI SÉR?

Image
Já hvað ber hún í skauti sér ? það veit enginn nema Guð almáttugur ! Ég kvíði ekki þessu ári þó að margt muni óneitanlega verða öðruvísi t.d. þurfum við öll að herða sultarólina eitthvað. En ég held að það sé engum til tjóns að minnka aðeins neysluna . Ég ætla til dæmis að minnka fituna og stirðleikann sem ég hef verið að safna á mig á undaförnum mánuðum . Það er bara ein leið sem ég kann við því , það er að borða minna og hreyfa sig meira , tími til kominn að fara að hreyfa sig og enga leti meir (hef ekki æft síðan síðastliðinn júní og líkaminn farinn að kalla á einhverja hreyfingu. ) Hvernig getur maður gleymt því hvað manni líður vel þegar líkaminn er í góðri æfingu þetta er bara pjúra leti í manni.